Táknmálskennsla í Háskóla Íslands

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:17:56 (4674)

2004-03-01 15:17:56# 130. lþ. 73.1 fundur 363#B táknmálskennsla í Háskóla Íslands# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:17]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Frú forseti. Það sem skiptir máli er að í fjárhagsramma Háskóla Íslands og í fjárveitingum til Háskóla Íslands er gert ráð fyrir fjárveitingum til þess náms sem við erum að ræða um, táknmálstúlkunar og táknmálsfræði. Það eru ákveðin nemendaígildi sem gert er ráð fyrir innan fjárhagsramma Háskóla Íslands sem renna til heimspekideildarinnar.

Ég ítreka að þetta er sjálfstæð ákvörðun Háskóla Íslands. Hvernig hann forgangsraðar sínum peningum er hans mál. En þegar um verulegar breytingar á námsframboði er að ræða þá ber að ræða það við ráðuneytið. Það má síðan deila um hvort þarna sé um verulega breytingu á námsframboði að ræða.

Ég tel það mitt hlutverk sem menntmrh. að koma námi í táknmálsfræði og táknmálstúlkun í ákveðinn farveg þannig að okkur komi ekki til með að skorta táknmálstúlka í framtíðinni. Það skiptir meginmáli.