Brottkast á síld

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:39:45 (4691)

2004-03-01 15:39:45# 130. lþ. 73.1 fundur 366#B brottkast á síld# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:39]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og kom fram áðan höfum við viðurkennt að norsk stjórnvöld séu til þess bær að halda uppi eftirliti á þessu svæði svo fremi sem það sé byggt á grundvelli Svalbarðasáttmálans og gætt sé jafnræðis á milli þeirra aðila sem þar eru. Ef atvikið hefði átt sér stað innan íslenskrar lögsögu hefðu að sjálfsögðu íslensk stjórnvöld fjallað um málið og jafnframt ef atvikið hefði verið á alþjóðasvæðinu.

Ég á erfitt með að sjá hvernig tvenn stjórnvöld í tveimur löndum geti fjallað um sama málið. Hafi málið verið afgreitt af norskum stjórnvöldum á þessum stað og á þessum tíma, er mjög torvelt að taka það upp af íslenskum stjórnvöldum eftir þann tíma sem liðinn er.