Brottkast á síld

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:42:02 (4693)

2004-03-01 15:42:02# 130. lþ. 73.1 fundur 366#B brottkast á síld# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:42]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Mér finnst það mjög merkilegt sem hv. þm. segir, að norsk stjórnvöld hafi ekki gripið til --- hvað á maður að segja --- harðari ráðstafana gagnvart Þorsteini EA en raun ber vitni vegna þess að þeir telja að lagaleg staða sín á Svalbarðasvæðinu sé óljós. (Gripið fram í: Hæpin.) Hæpin. Ef við fengjum um það skilaboð frá norsku strandgæslunni eða norskum stjórnvöldum að svo væri, að þeir treystu sér ekki til að fylgja eftir því starfi sem ætlast er til af eftirlitsaðila og þeim sem fer með stjórnvald á svæðinu mundum við að sjálfsögðu taka málið upp. Það mundi kalla á það líka sem ég held að mundi ekki skipta síður máli í víðara samhengi að tekið væri á og skilgreint betur hvernig staða Noregs er á þessu svæði. Ef hv. þm. hefði einhver tök á að svona yfirlýsing kæmi fram frá norskum stjórnvöldum væri þeim mínútum sem við höfum varið í umræðuna, herra forseti, vel varið.