Auglýsingar í Ríkisútvarpinu

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 16:02:18 (4872)

2004-03-03 16:02:18# 130. lþ. 76.6 fundur 582. mál: #A auglýsingar í Ríkisútvarpinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[16:02]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka þá umræðu sem hér hefur farið fram. Ég tók eftir orðum sem féllu í umræðunni, m.a. hjá hv. þm. Merði Árnasyni. Hann hélt því fram að það væri ekki gott að hafa RÚV á auglýsingamarkaði, það væri hans mat og skoðun Samf. Ég vil benda á að 90% þjóðarinnar eru einfaldlega ósammála því mati eins og ég benti á áðan.

Síðan vil ég velta upp spurningunni: Ef við kippum Ríkisútvarpinu út af auglýsingamarkaði í dag, yrði þá raunveruleg samkeppni á auglýsingamarkaði í þágu neytenda? (MÁ: Megum við svara?)