Einkaleyfi

Mánudaginn 08. mars 2004, kl. 16:05:04 (4975)

2004-03-08 16:05:04# 130. lþ. 78.7 fundur 303. mál: #A einkaleyfi# (EES-reglur, líftækni) frv., KLM
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 130. lþ.

[16:05]

Kristján L. Möller:

Forseti. Það þarf ekki að hafa mörg orð um frv. sem við ræðum og þær brtt. og nál. frá iðnn. Ég vil þó aðeins geta þess, vegna þess að ég á sæti í iðnn., að láðst hefur að setja það inn að ég var líka fjarverandi fund nefndarinnar þegar þetta var tekið út. Eins og kemur fram í nál. er það fulltrúi Samf., Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem skrifar undir nál., og það lýsir afstöðu allra fulltrúa Samf. í iðnn. þó þannig hafi staðið á að allir aðalfulltrúarnir hafi verið fjarverandi þegar málið var tekið út, af ýmsum ástæðum. Ásta R. Jóhannesdóttir var erlendis á vegum þingsins og sá sem hér stendur var norður í landi fjarverandi og ekki kominn til Reykjavíkur þegar fundur nefndarinnar var.

Eins og ég sagði áðan, virðulegi forseti, þarf ekki að hafa mörg orð um frv. sem hér er rætt og þær brtt. sem fram koma. Það hefur verið farið vel yfir þetta í hv. iðnn., eins og hv. formaður nefndarinnar, Kristinn H. Gunnarsson, hefur farið yfir og mælt fyrir brtt. Ég vildi aðeins segja, vegna þess að það hefur láðst að setja það upp, að við þingmenn Samf. styðjum frv.