Evrópska efnahagssvæðið

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 17:23:27 (5050)

2004-03-09 17:23:27# 130. lþ. 79.7 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[17:23]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hér fyrr í dag rifjaði hæstv. ráðherra upp að innan Framsfl. hefði verið starfandi sérstök Evrópustefnunefnd. Niðurstaða hennar í stærstum dráttum fólst í því að íhuga ætti þrjá kosti:

1. Þann möguleika sem fælist í tvíhliða samningi Íslands og Evrópusambandsins.

2. Að uppfæra samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

3. Að búa þannig um hnúta varðandi hag Íslands í framtíðinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Hæstv. utanrrh. hefur fyrir löngu slegið út af borðinu þann kost sem felst í tvíhliða samningi landsins við ESB.

Nú kom fram í ræðu hæstv. utanrrh. að hann telji ákaflega daufar vonir standa til þess að hægt verði að ná einhverri endurskoðun á EES-samningnum sem skiptir máli fyrir hag Íslands í framtíðinni. Því spyr ég hæstv. utanrrh.: Má draga þá ályktun af orðum hans og niðurstöðu Evrópustefnunefndar að skoðun Framsfl. í dag sé sú að best sé fyrir framtíð Íslands að leita eftir því að landið gangi í Evrópusambandið?