Evrópska efnahagssvæðið

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 17:28:34 (5053)

2004-03-09 17:28:34# 130. lþ. 79.7 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[17:28]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er enginn feluleikur. Þetta er mjög viðamikið og alvarlegt mál. Það er ekki til að leika sér með. Ef menn ætla að sækja um aðild að Evrópusambandinu er það að mínu mati til þess að fara þar inn en ekki til þess að leika sér að eldi.

Við skulum ekki fara í sama sporið og Norðmenn gerðu tvívegis í því máli. Þetta mál þarf að undirbúa miklu betur en það hefur verið undirbúið í dag. Að sjálfsögðu er það Framsfl., eins og annarra flokka, að móta afstöðu sína.

Við munum gera það. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir hver stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar er. Það verður byggt á honum áfram, með sama hætti og í dag, jafnvel þótt það verði breytingar á ríkisstjórn. Það kemur þó ekki í veg fyrir umræðu um þetta mál, hvorki hér á landi né annars staðar, og það kemur ekki í veg fyrir að mál muni þróast. Meira get ég að sjálfsögðu ekki sagt um málið á þessu stigi og það veit ég að hv. þm. skilur.