Útlendingar

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 16:53:18 (5585)

2004-03-22 16:53:18# 130. lþ. 87.11 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[16:53]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að lengja þetta frekar. Ég vil bara árétta að það sem hér er um að ræða er, eins og ég sagði, hjúskapur sem hefur þann tilgang einan að útvega dvalarleyfi fyrir annað hjóna. Hann á ekki að geta myndað rétt til dvalarleyfis fyrir aðstandanda. Um það snýst málið en ekki það sem hv. þm. er að tala um þegar hann segir að verið sé að breyta hjúskaparlögunum með þessu.

Frumvarpið snýst um rétt manna til að afla sér dvalarleyfis en ekki annað. Það má ekki eins og ég sagði koma inn með þær ranghugmyndir sem hv. þm. var enn og aftur að ítreka, að frv. snerist um eitthvað allt annað, það væri breyting á hjúskaparlögunum. Svo er alls ekki, að sjálfsögðu ekki.