Norræni tungumálasamningurinn og táknmál

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:30:01 (5678)

2004-03-29 15:30:01# 130. lþ. 89.1 fundur 440#B norræni tungumálasamningurinn og táknmál# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:30]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég kem aftur í ræðustól til að ítreka það sem ég sagði áðan. Verksvið þessa starfshóps er mjög skýrt og klárt, þ.e. þeirra innan starfshópsins sem taka þátt í að ákveða nákvæmlega hvernig leggja skuli línurnar. Umboðið er víðtækt en í samræmi við þau markmið og það verksvið sem starfshópnum er ætlað að fara yfir.