Gjald af áfengi og tóbaki

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:42:53 (5686)

2004-03-29 15:42:53# 130. lþ. 89.2 fundur 343. mál: #A gjald af áfengi og tóbaki# (tóbaksgjald) frv. 25/2004, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:42]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Varðandi atkvæðagreiðsluna vil ég segja að sú breyting sem hér er verið að gera kemur í framhaldi af breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem búið er að afgreiða. Ég vil geta þess að þrátt fyrir að þar sé farið að tilmælum Evrópusambandsins þá höfum við búið við mjög gott fyrirkomulag hvað varðar innflutning og sölu á tóbaki.

Við afgreiðslu laga um verslun með áfengi og tóbak nefndi ég að við þurfum að varast innflutning á ódýru tóbaki. Við erum að fjalla um tóbaksgjald en breytingarnar bjóða upp á samkeppni og það býður hættunni heim þegar fleiri aðilar munu flytja inn tóbak. Umboðsaðilar verða innflytjendur og það sem ber að varast er að á markaðinn flæði ódýrt og verra tóbak en verið hefur hingað til.