Sóttvarnalög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:59:26 (5843)

2004-03-30 18:59:26# 130. lþ. 90.7 fundur 790. mál: #A sóttvarnalög# (skrá um sýklalyfjanotkun) frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:59]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski skýrist málið nánar í umræðu í þingnefndinni en mér er ekki alveg ljóst hvort tenging er þarna á milli, hvort þessar upplýsingar liggja þegar fyrir, hvort verið er að afla þessara upplýsinga í dag, hvort sérstakt átak verði gert í því og sérstakar ráðstafanir til að afla þeirra eða hvort notast verði við tölfræðigagnagrunninn. Það skiptir kannski ekki meginmáli hvernig það verður gert en tilgangur minn með því að koma hér upp er að benda á að gerðar hafa verið breytingar á lyfjalögum sem gera okkur kleift að ná í þessar upplýsingar í gegnum tölfræðigagnagrunninn. Við samþykktum þær á síðasta ári en ég er ekki klár á því enn hvaða leiðir verða farnar í þessu. Ég átta mig ekki á því hvort það er rétt sem fjárlagaskrifstofan segir, að þetta muni ekki leiða til umtalsverðra útgjalda. Ég sé ekki hvort þessir, ef ég má sletta með leyfi forseta, ,,resusar`` eru til staðar í kerfinu eða hvort búa á til nýja.