Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 21:41:14 (6113)

2004-04-05 21:41:14# 130. lþ. 94.15 fundur 849. mál: #A olíugjald og kílómetragjald o.fl.# (heildarlög) frv. 87/2004, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[21:41]

Kristján L. Möller (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar bara að spyrja hvort ég sé nokkuð að misskilja. Í athugasemdum um 25. gr. frv., um 400 milljónir, segir, með leyfi forseta:

,,... er hér lögð til hækkun á sérstöku vörugjaldi af bensíni, sem er markaður tekjustofn til þess málaflokks, en á móti komi samsvarandi lækkun á almenna bensíngjaldinu, en tekjur af því renna beint í ríkissjóð.``

Hins vegar vil ég spyrja um þær 470 milljónir sem eiga að renna í ríkissjóð af olíugjaldinu. Virðulegi forseti og hæstv. fjmrh. Er ég nokkuð að misskilja? Eru ekki 470 millj. kr. í virðisaukaskatt nýjar tekjur í ríkissjóð og 400 milljónirnar samkvæmt 25. gr. í frv. bara úti og inni í raun til þess að viðhalda mörkuðum tekjustofni til Vegagerðarinnar? En 470 milljónirnar eru að koma nýjar af þessu gjaldi.