Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 22:24:06 (6120)

2004-04-05 22:24:06# 130. lþ. 94.16 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[22:24]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sagði margt og mikið um skerðingu á hámarkinu. Ég hélt að hún væri eiginlega á móti skerðingunni þegar leið á ræðuna en svo allt í einu sagði hún að það væri eðlilegt að taka til skoðunar að setja hámark. Nú vil ég spyrja hv. þm.: Vill hv. þm. hafa hámark á greiðslunum eða ekki?

Rætt hefur verið um fjárhagsvandræði sjóðsins og talaði hv. þm. um að bæta orlofi ofan á sem yrði um 10--11%, bæta sem sagt 500 millj. kr. við hallann. Er það rétt í stöðunni eins og hún er núna?