Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 15:58:54 (6154)

2004-04-06 15:58:54# 130. lþ. 95.4 fundur 460#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[15:58]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Stefna Breta er vissulega áhugaverð þegar talað er um fartölvusendiherra og þar fram eftir götunum. En lítil þjóð sem Íslendingar ætti með ráð og dáð, eins og ég kom inn á í ræðu minni áðan, að kanna rækilega alla sparnaðarmöguleika í utanríkisþjónustu sinni. Það er ekkert launungarmál að kostnaður til utanríkismála á Íslandi hefur tvöfaldast ef ekki þrefaldast á nokkrum árum. Því er eðlilegt að hér á löggjafarsamkundu þjóðarinnar sé tekið eftir þessu og það borið upp við utanrrh.

Mér er spurn, hæstv. forseti, hvort utanrrh. hyggist kanna hvort möguleikar séu til sparnaðar í utanríkisþjónustunni.