Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 16:49:30 (6168)

2004-04-06 16:49:30# 130. lþ. 95.4 fundur 460#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[16:49]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er auðvitað eitthvað sem kemur í ljós núna eftir áramótin. Það virðist sem Bandaríkjastjórn hafi sett sig á móti því að þetta stefnumótunarskjal yrði birt í haust sem hluti af þessari heildarskýrslu. Það sem hins vegar við sem erum í stjórnarnefnd þingmannasamstarfsins höfum gert er það að formaður okkar hefur skrifað til formanns Norðurskautsráðsins þar sem hann hefur mótmælt fyrir okkar hönd hvers kyns breytingum á þessu fyrir fram ákveðna vinnuferli. Það er það sem þingmannanefndin hefur gert í þessu máli. Það er vonandi, og ég efast ekki um það, í ákveðnu ferli.