Hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 18:46:27 (6799)

2004-04-26 18:46:27# 130. lþ. 102.38 fundur 755. mál: #A hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans# frv. 31/2004, Frsm. PHB
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[18:46]

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda. Nál. er á þskj. 1464 frá hv. efh.- og viðskn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurð Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti. Skriflegar umsagnir bárust nefndinni frá nokkrum aðilum og gerðu þeir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Meginefni frumvarpsins er að heimila fjármálaráðherra að samþykkja hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda. Í umræðum í nefndinni kom fram að það væru helst verkefni í Eystrasaltsríkjunum sem þessi lán rynnu til og að góð reynsla væri af lánum til slíkra verkefna. Nefndin fellst á það með fjármálaráðuneyti að ekki verði séð að málið leiði til aukins kostnaðar eða aukinna skuldbindinga fyrir ríkissjóð.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Gunnar Birgisson, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Össur Skarphéðinsson, Einar Már Sigurðarson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson.