Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 18:22:03 (7011)

2004-04-28 18:22:03# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[18:22]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því í ágætri ræðu hv. þm. Jónínu Bjartmarz að hún lagði mikla áherslu á Ríkisútvarpið og stöðu þess á markaðnum, hvað hún væri mikilvæg. Mig langar til að spyrja hv. þingmann nánar um það vegna þess að í skýrslunni sem við erum að tala um er fyrsta tillaga nefndarinnar sú að tryggja stöðu Ríkisútvarpsins. Þar stendur, með leyfi forseta:

,,Nefndin leggur fyrst til að hugað verði að stöðu Ríkisútvarpsins ...``

Síðan í framhaldi af því:

,,Í þriðja lagi má benda á að yrði þessi leið ein fyrir valinu fæli hún ekki í sér neina beina reglusetningu sem beindist gegn einkareknum fjölmiðlum. Hún samræmist þar með að því leyti vel meginreglum um frelsi markaðarins, að öðru leyti en því að almenningsútvarpi yrði tryggður hluti markaðarins ...``

Ég hef ekki tíma til að lesa meira en ég spyr hv. þingmann: Finnst henni ekki koma til greina að fara þessa leið eina?