Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 14:59:58 (7169)

2004-04-29 14:59:58# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, GÖg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[14:59]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá má kannski spyrja á móti: Af hverju setjum við í lögin ákvæði sem eru tiltölulega íþyngjandi og ekki er búið að skapa reglur um út af einu máli annað hvert ár?

Mér finnast engin rök mæla með því að setja slíkt inn í lög þar sem það telst mjög mikið inngrip. Að mati flestra er talið að vart sé hægt að ganga nær fólki en svo að taka sýni úr munni, geyma og láta rannsaka. Mér finnst að við eigum ekki að gera það að sinni. Þetta mál er einfaldlega allt of hrátt og lítið unnið. Mér finnst að lífsýnin og fleira verði að skoða með öðru hugarfari.