Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:40:25 (7431)

2004-05-03 20:40:25# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:40]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Frú forseti. Ég hjó eftir því að virðulegur formaður Samf. svaraði engum athugasemdum um fyrri ræður sínar og þann viðsnúning sem hann hefur tekið í málinu. Þær áhyggjur sem hann hafði 2002 virðast hafa gufað upp með öllu.

Frumvarpið er flutt í nafni ríkisstjórnar og Framsfl. stendur heils hugar að baki frv. (Gripið fram í.) Hvers vegna? Vegna þess að það byggir á fjölmiðlaskýrslu og fjölmiðlaskýrslan byggir m.a. á sjónarmiðum Evrópuráðsins. Þess vegna stendur Framsfl., eins og Sjálfstfl., heils hugar á bak við það.

Um það að lyppast niður. Ég veit ekki hvernig samskipti hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar og fyrrverandi félaga hans í ríkisstjórn voru en ég kannast ekki við að framsóknarmenn lyppist niður. Þá er hv. þm. að lýsa eigin reynslu og er játning hans og ég virði það við hann.