Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 04. maí 2004, kl. 18:15:03 (7621)

2004-05-04 18:15:03# 130. lþ. 109.3 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 130. lþ.

[18:15]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Andsvar mitt snýst kannski upp í andhverfu sína því að ég er hjartanlega sammála því sem hér hefur verið sagt. Auðvitað á að nota þessa fjármuni til þess að geyma söguna og vernda hana.

Við erum með mörg góð sjóminjasöfn vítt og breitt um landið en við þurfum endilega að reyna að stuðla að því að byggja eitt gott og stórt sjóminjasafn, bæði þar sem væru gömul skip og enn fremur sædýrasafn, eins og tillaga sem ég og hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson og fleiri þingmenn úr samgn., þeirri merkilegu nefnd, erum sammála um.