Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:18:12 (8137)

2004-05-13 22:18:12# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:18]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þessi svör. Ég heyri á máli hans að hann hefur nokkuð svipaðar skoðanir á því og ég. Ef málið hefði verið lýðræðislegar unnið þá hefði verið hægt að ná miklu betri lendingu heldur en við þurfum að fást við hér, með málið í algjöru ósætti og uppnámi.

Ég hef svo sem ekki öðru við það að bæta. Ég þakka þingmanninum fyrir ákaflega góða og skilmerkilega ræðu. Ég tel að hann hafi að mörgu leyti skýrt sjónarmið sem deilt hefur verið um á undanförnum dögum. Betur væri ef hann hefði jákvæðari áhrif á flokkssystkini sín og hefði komið málinu í þann farveg sem hann lýsti í ræðu sinni í kvöld.