Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 17:30:34 (8213)

2004-05-14 17:30:34# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[17:30]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hafi einhver verið að velkjast í vafa um hvað ég var að tala um þegar þegar ég sagði að það væri erfitt að ræða efnisatriði málsins að þá sé þetta andsvar ágætisdæmi: ,,Skólastúlkur á enskri grund.`` Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvað hv. þm. taldi að þetta mundi hjálpa til við umræðuna en hann verður að eiga það við sjálfan sig. Ég vil þakka honum fyrir að líkja mér við hv. þm. Hjálmar Árnason sem er prýðismaður og heldur góðar ræður.

Varðandi 5% og 2 milljarðana, þær breytingar sem voru gerðar á frv. í meðförum nefndarinnar, þá er það náttúrlega gríðarleg opnun frá því sem var í upphaflegu frv. og mér líst vel á þær breytingar og ég styð þær alveg heils hugar.