Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 22:20:25 (8477)

2004-05-17 22:20:25# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[22:20]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Víst er mér kunnugt um vilja Landssambands smábátaeigenda og hef stutt hann. Ég hef talið langskynsamlegast að við værum með sóknardagakerfið, dagakerfið og klukkutímakerfið með gólfi og ströngum sóknartakmörkunum. Það hefur auðvitað verið vilji þess sem hér stendur og mjög margra annarra. Hins vegar hafa mjög margir aðrir allt aðrar skoðanir, ekki bara hagsmunaaðilar, ekki bara Landssamband íslenskra útvegsmanna. Það eru líka til sjónarmið innan Landssambands smábátaeigenda sem hafa verið að koma fram. Við höfum örugglega orðið varir við þau núna upp á síðkastið. Svo skulum við ekki gleyma því, virðulegi forseti, að á hinum pólitíska vettvangi eru líka mjög sterkar skoðanir uppi um að þessum veiðum skuli alls ekki stjórna með dagafyrirkomulagi heldur með kvótafyrirkomulagi. Þessi varð niðurstaðan. Til þess að skera úr um þetta, til þess að höggva á þennan hnút var það niðurstaða hæstv. sjútvrh. að bjóða upp á þessa valkosti fyrir þá sem eiga að vinna í kerfinu.

Nú vitum við ekki nákvæmlega hvernig þetta mál endar en aðalatriðið er að ef sú leið verður farin að vera með valkosti verða þeir auðvitað að vera sambærilegir.