Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:05:08 (8580)

2004-05-18 16:05:08# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:05]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Það er fróðlegt að hlýða á þessar umræður fyrir okkur sem ekki sitjum í viðkomandi þingnefnd. ,,Tillögur skulu miða að því að hvert sveitarfélag verði heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði`` stendur í frv., með leyfi forseta, og undir það tók síðasti hv. ræðumaður. Ég vil spyrja hann tveggja spurninga af því tilefni af því að þetta er merkileg hugmynd eins og hún stendur hér, þ.e. að hvert sveitarfélag sé heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. Í fyrsta lagi: Finnst honum þetta líka vera öfugt, þ.e. að hvert atvinnu- og þjónustusvæði eigi þá að vera eitt sveitarfélag og hver yrði þá framtíðin á höfuðborgarsvæðinu ef honum finnst það? Í öðru lagi: Telur hann að Grímsey, með fullri virðingu fyrir Grímsey að sjálfsögðu, sé heildstætt þjónustusvæði þegar kemur að skólagöngu ungmenna og aðbúnaði fatlaðra t.d.?