Almennar stjórnmálaumræður

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 19:53:09 (8865)

2004-05-24 19:53:09# 130. lþ. 124.1 fundur 587#B almennar stjórnmálaumræður#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 130. lþ.

[19:53]

Forseti (Halldór Blöndal):

Umræðurnar verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Þær fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annarri og síðustu umferð.

Röð flokkanna er þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna talar í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson, 1. þm. Reykv. n., í annarri umferð Margrét Frímannsdóttir, 1. þm. Suðurk., en í þriðju umferð talar Kristján L. Möller, 3. þm. Norðaust.

Fyrir Sjálfstæðisflokk talar í fyrstu umferð Geir H. \mbox{Haarde} fjármálaráðherra, í annarri Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, en í þeirri þriðju Sigurður Kári Kristjánsson, 10. þm. Reykv. n.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs verða í fyrstu umferð Ögmundur Jónasson, 9. þm. Reykv. s., í annarri umferð Þuríður Backman, 10. þm. Norðaust., en Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðaust., í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk talar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í fyrstu umferð, Árni Magnússon félagsmálaráðherra í annarri, en í þriðju umferð Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurk., og Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvest., en Gunnar Örlygsson, 10. þm. Suðvest., í annarri og Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvest., í þriðju umferð.