Ráðning landvarða

Þriðjudaginn 25. maí 2004, kl. 10:19:36 (8890)

2004-05-25 10:19:36# 130. lþ. 125.91 fundur 588#B ráðning landvarða# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 130. lþ.

[10:19]

Mörður Árnason:

Forseti. Hér er einkennilegt mál á ferðinni. Skýringar hæstv. umhvrh. eru ekki fullnægjandi á því sem hér kemur fram. Ef það er rétt sem vakin hefur verið athygli á er þetta mjög alvarlegt mál, ekki sæmandi umhvrh. en því miður í stíl ríkisstjórnarinnar.

Ég kem upp til að segja frá því að við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í umhvn. höfum ákveðið að krefjast fundar í nefndinni um þetta mál þar sem hæstv. ráðherra eða viðeigandi undirmaður hennar verði til kallaður og látinn skýra nákvæmlega frá þessum málum með þeim skjölum og pappírum sem við eiga.