Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 14:12:31 (8992)

2004-05-26 14:12:31# 130. lþ. 127.5 fundur 750. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (dótturfélög sparisjóða, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv. 77/2004, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[14:12]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Strax við 1. umr. gerði ég athugasemdir við þessa grein og taldi að heldur væri harkalega farið að mönnum í atvinnulífinu.

Við umræður og reifun málsins í efh.- og viðskn. kom að auki fram hjá skattrannsóknarstjóra að einungis tveimur sinnum á 11 árum hefði þurft atbeina lögreglu til að færa menn til rannsóknar. Mér finnst það ekki vera tilefni til þess að heimild til slíks sé beinlínis sett í lög.

Í þriðja lagi, herra forseti, liggur hér fyrir brtt. sem er allt of loðin og losaraleg og gerir framkvæmd þessa ákvæðis mjög óskýra. Þess vegna mun Samf. sitja hjá bæði við brtt. og síðan við tillögugreinina.