Veiting ríkisborgararéttar

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 14:35:43 (8998)

2004-05-26 14:35:43# 130. lþ. 127.9 fundur 1004. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 60/2004, Frsm. BjarnB (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Allshn. hefur fjallað um þær 38 umsóknir sem þinginu bárust á síðari hluta þessa löggjafarþings. Nefndin leggur til að þeim 26 einstaklingum sem taldir eru upp í 1. gr. frv. verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni.