Umferðarlög

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 11:28:39 (9155)

2004-05-27 11:28:39# 130. lþ. 128.19 fundur 464. mál: #A umferðarlög# (öryggi barna, gjöld, EES-reglur o.fl.) frv. 84/2004, Frsm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[11:28]

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Frú forseti. Það er eðlilegt að hér dragi hv. þingmaður upp áhyggjur sínar vegna þessa máls. Ég sé samt ekki þá hættu sem í þessu liggur. Ég hef trú á því að hinir ágætu starfsmenn Vegagerðarinnar muni vinna þetta verk sitt af kostgæfni eins og þeim ávallt liggur svo létt í verki, hér eftir sem hingað til. Ég vil endilega að þetta mál nái fram að ganga og við sjáum þá til þegar fram líða stundir hvort einhverjir vankantar séu á þessari framkvæmd. Þá er minnsta mál að endurskoða lögin.