Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 16:57:28 (9423)

2004-05-28 16:57:28# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[16:57]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held varðandi breytinguna á dagsetningunni, þá hafði bátur lent úti og menn voru að taka tillit til þess. Það var verið að vinna í þessu fram á síðasta dag. Ég gerði grein fyrir því að breytingin í 91% væri til þess að styrkja umhverfi smærri bátanna og að beiðni Landssambands smábátaeigenda var farið yfir þetta aftur. Ef menn eru að halda því fram að það sé verið að hygla einhverjum bátum, þá eru það 216 skip sem fá breytingu til hækkunar, en 35 til lækkunar, þar af eru fimm stórir sem hafa verið að veiða mikið.