Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 18:21:08 (9434)

2004-05-28 18:21:08# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[18:21]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Skörulega var ræðan flutt hjá hv. þm. og víst er að ekki var ofmælt hvað mig varðar. Ég hef verið þeirrar skoðunar að sóknardagakerfið væri það sem við ættum að styðjast við. Ég vil spyrja hv. þm. úr því að hann velur svo hörð orð þeim til handa sem kjósa að styðja aðra niðurstöðu vegna þess að það er sú besta niðurstaða sem þeir telja völ á: Hvers vegna leggja hv. þm. og félagar hans ekki til að það verði sóknardagakerfi með 23 dögum? Hvers vegna leggja hann og félagar hans ekki til sóknardagakerfi með gólfi? (GÖrl: Við erum löngu búnir að leggja það til.)