Þingfrestun

Fimmtudaginn 22. júlí 2004, kl. 12:03:18 (9649)

2004-07-22 12:03:18# 130. lþ. 138.94 fundur 648#B þingfrestun#, MF
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur, 130. lþ.

[12:03]

Margrét Frímannsdóttir:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd þingmanna flytja hæstv. forseta og hæstv. varaforsetum þakkir fyrir samstarfið á þessu sumarþingi og fyrir hlý orð í garð okkar þingmanna. Þetta hefur verið um margt sérstakt þing en nú hverfa þingmenn til starfa í kjördæmum eða í langþráð frí með fjölskyldum sínum.

Ég vil einnig fyrir hönd alþingismanna þakka starfsfólki Alþingis frábært samstarf og ekki síður þolinmæðina þar sem starfsaðstæður margra starfsmanna hafa verið erfiðar vegna yfirstandandi vinnu við Alþingishúsið. Síðast en ekki síst vil ég fyrir hönd okkar alþingismanna senda þeim tveimur úr okkar hópi sem ekki geta í dag tekið þátt í störfum þingsins vegna veikinda, þeim Davíð Oddssyni, hæstv. forsrh., og hv. þm. Árna Ragnari Árnasyni, okkar bestu kveðjur með óskum um góðan bata. Ég bið þingmenn að taka undir kveðjur, þakklæti og góðar óskir með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]