Hugsanleg aðild Noregs að ESB

Mánudaginn 06. október 2003, kl. 15:08:39 (148)

2003-10-06 15:08:39# 130. lþ. 4.1 fundur 45#B hugsanleg aðild Noregs að ESB# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 130. lþ.

[15:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir því að hitta Bondevik í lok þessa mánaðar á Norðurlandaráðsþingi eins og fleiri menn þannig að ég skal gjarnan stíga inn í hvaða box sem er með honum ef það er allt undir siðlegum formerkjum sem ég geri ráð fyrir. Varðandi hins vegar það að ég teldi öllum spurningum svarað og þess vegna væri Evrópunefndin óþörf --- það sem ég var að reyna að koma frá mér og hef kannski ekki gert nógu skýrt var það að þeim spurningum sem bjuggu mér ofarlega í brjósti fyrir 14--15 árum, og hv. þm. var að vísa til, hefur verið svarað. En það er þannig í lífinu að nýjar spurningar vakna hvern dag þótt öðrum gömlum hafi þegar verið svarað. Þannig er nú lífið og þess vegna er það áhugavert.