Fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.

Þriðjudaginn 07. október 2003, kl. 19:53:49 (278)

2003-10-07 19:53:49# 130. lþ. 5.4 fundur 90. mál: #A fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.# (hækkun þungaskatts og vörugjalds) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 130. lþ.

[19:53]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Þetta er ekki skattahækkun. Verðlag hefur hækkað um 20% þannig að hlutur þessa skatts í verðlagi hefur farið hraðminnkandi, sérstaklega úti á landi. Hér á að nálgast hækkun verðlags að helmingi, þannig að þetta er ekki skattahækkun, þetta er skattalækkun.

Varðandi verðtryggingu á krónutölum í skattalögum þá veit ég ekki betur en að flokkur hv. þm. hafi aldeilis verið að kvarta og kveina undan því að persónuafsláttur hafi hækkað eins og verðlag, ekki eins og laun, því að laun hafa hækkað miklu meira en verðlag. Þannig að menn eru dálítið út og suður í þessu.

Mundi hv. þm. vilja að persónuafslátturinn hefði ekki hækkað neitt í fjögur ár? Hvað mundi hann segja þá?