Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 13. október 2003, kl. 15:02:37 (445)

2003-10-13 15:02:37# 130. lþ. 9.92 fundur 77#B tilkynning um dagskrá#, Forseti SP
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill geta þess að þegar að loknum atkvæðagreiðslum um þrjú fyrstu dagskrármálin hefst umræða utan dagskrár um stöðu hinna minni sjávarbyggða. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson. Hæstv. iðnrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.