Aðgangur þingmanna að upplýsingum

Föstudaginn 17. október 2003, kl. 10:52:17 (726)

2003-10-17 10:52:17# 130. lþ. 14.91 fundur 91#B aðgangur þingmanna að upplýsingum# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 130. lþ.

[10:52]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég tek undir þann málstað sem hér hefur verið kynntur af hv. þm. Helga Hjörvar. Mér finnst undarlegt að þingmaður geti ekki fengið upplýsingar í fjárln. um fjárlagabeiðnir og grunngögn sem liggja því til grundvallar hvaða stofnanir í hans eigin kjördæmi þurfi til starfsemi sinnar og hvaða áætlanir hafa verið gerðar um það hvernig viðkomandi stofnanir geti rekið sig á næsta ári. Ég held að hér sé verið að fara mjög ranga braut með því að neita fjárlaganefndarmönnum um upplýsingar sem snúa að þeirri vinnu sem þeir eiga að leysa af hendi í fjárln.