Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 12:01:24 (938)

2003-10-30 12:01:24# 130. lþ. 18.2 fundur 110#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002# (munnl. skýrsla), BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[12:01]

Bjarni Benediktsson (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram í skýrslu umboðsmanns á bls. 17 að hann hafi óskað eftir fundi og farið á fund nýs hæstv. dóms- og kirkjumrh. í júní á þessu ári og að í kjölfar þess fundar hafi honum verið veittar upplýsingar um framgang þessara mála. Vissulega get ég tekið undir með hv. þm. Helga Hjörvar að þær athugasemdir sem fram koma í skýrslu umboðsmanns um þetta tiltekna mál eiga fullkomlega rétt á sér en ég tel að nú sé sýnt að þessi mál séu komin í farveg og eins og fram kemur í skýrslunni er áformað að frv. til nýrra laga um fangelsi og fangavist verði lagt fram á Alþingi í vetur. Einnig kemur fram efst á bls. 18 að ýmis mál hafa verið færð til betri vegar sem umboðsmaður hefur gert athugasemdir við og þess vegna tel ég að þessi mál séu að komast í traustan farveg og að sjálfsögðu mun allshn. fylgja því fast eftir að þessum ábendingum verði fylgt eftir.