Stofnun sædýrasafns

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:45:12 (1440)

2003-11-10 18:45:12# 130. lþ. 23.11 fundur 277. mál: #A sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu# þál., JGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:45]

Jón Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sem þurfi til varðandi þessa till. til þál. sé að gera grein fyrir því í grg. með skýrum hætti hvað átt er við með ,,höfuðborgarsvæði``. Ég get ekki lesið annað út úr meðfylgjandi grg., þar sem t.d. er minnst á Vestmannaeyjar og Sandgerði, en að Sandgerði sé utan höfuðborgarsvæðis. Ég tel að ef við á annað borð ætlum, eins og ég sagði hér áðan, að fara að skoða það í alvöru hvort grundvöllur sé fyrir því að setja á laggirnar sædýrasafn eigum við að skoða það á landinu öllu til að byrja með og vinna síðan framhaldið í ljósi þeirra tillagna sem þá koma fram.