Stofnun sædýrasafns

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:47:13 (1442)

2003-11-10 18:47:13# 130. lþ. 23.11 fundur 277. mál: #A sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu# þál., JGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:47]

Jón Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt sem fram kemur hjá hv. flm., Láru Margréti Ragnarsdóttur, að höfuðborgarsvæðið, eins og menn eru farnir að tala um það í dag, nær kannski í hugum margra frá Akranesi og allt austur fyrir fjall, að Selfossi. Þess vegna finnst mér svo mikill óþarfi í sjálfu sér að orða grg. og tillöguna með þeim hætti sem hér er gert. Það hefði alveg verið hægt að láta við það sitja að hér kæmi fram till. til þál. um stofnun sædýrasafns sem ríkið samkvæmt þessari þáltill. mundi standa fyrir skoðun á hvar og hvernig ætti að vera og hvernig væri hægt að reka, en algjör óþarfi að bjóða upp á einmitt þá umræðu sem hér hefur verið með því að skilyrða staðsetninguna svo þröngt eins og fram kemur í tillögunni.