Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 21:08:54 (1891)

2003-11-18 21:08:54# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[21:08]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel ansi langt gengið að gera því skóna að með þessu frv. sé verið að brjóta stjórnarskrána. Eða er þingmaðurinn þeirrar skoðunar að áminning sé stjórnarskrárvarinn réttur starfsmanna? Auðvitað ekki, það getur ekki verið.

Að öðru leyti hef ég engu við það að bæta sem ég sagði áðan út af ummælum þingmannsins. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um stuðning hv. þm. í þessu máli. Ég tók bara eftir því að hún tók undir markmið frv. þó að hún gerði alls kyns athugasemdir, a.m.k. heyrði ég ekki betur. Hún taldi hins vegar að ég hefði átt að útkljá þetta mál, eins og hún sagði, áður en það kom til þingsins í samráði við hagsmunasamtökin. Þar greinir okkur verulega á.