Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 21:13:19 (1895)

2003-11-18 21:13:19# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[21:13]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að múlbinda ríkisstarfsmenn og auka húsbóndavald ráðherra. Það er verið að auka möguleika forstöðumanna ríkisstofnana til að reka stofnanir sínar með skilvirkum hætti. Um það snýst þetta mál.

Hvað varðar stjórnsýslulögin þá fór ég yfir það í ítarlegu máli í seinni ræðu minni og bendi þingmanninum á að fara betur yfir það. Það er alveg ljóst að þær reglur sem þeim lögum fylgja á þessu sviði eru oft á tíðum of þunglamalegar til að það sé hægt að ná markmiðum um markvissa og árangursríka stjórnsýslu.