Miskabætur til þolenda afbrota

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 19:29:10 (2002)

2003-11-19 19:29:10# 130. lþ. 31.13 fundur 267. mál: #A miskabætur til þolenda afbrota# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[19:29]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Það fer ekkert á milli mála þegar litið er á lagatextann að lögin hafa komið að fullu til framkvæmda. Hitt er síðan annað mál hvort menn telja að 600.000 kr. sé sú fjárhæð sem við á að miða, en hún er enn í lögum og hefur verið alveg frá 1996 og við það er miðað við gerð fjárlagafrv. fyrir árið 2004. Málið snýst því um hvort þessi fjárhæð, 600.000 kr., eigi að vera önnur tala, en ekki um það hvort lögin hafi komist til framkvæmda. Þau eru komin til framkvæmda.