Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 16:17:29 (2036)

2003-11-25 16:17:29# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[16:17]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Sú nefnd sem vinnur að útfærslu þessa samkomulags er að leggja lokahönd á lagafrv. sem þarf að leggja fram hér á næstu dögum á Alþingi því að kerfisbreytingin sjálf útheimtir lagabreytingu. Þetta mál mun því að sjálfsögðu koma til umræðu alveg á næstunni. Varðandi fréttatilkynninguna og heimildirnar sem ég hef þá er það ríkisstjórnin sem stendur að því. Það er rétt að fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt útreikningum sérfræðinga heilbr.- og trmrn. er kostnaðurinn við þessa hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytingar, rúmur 1 milljarður kr. Sá milljarður er inni og það eru þær heimildir sem ég hef núna, byggt á þeirri yfirlýsingu sem gefin var út 25. mars 2003.