Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 13:39:50 (2335)

2003-12-02 13:39:50# 130. lþ. 39.1 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv. 123/2003, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[13:39]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við lokaafgreiðslu fjáraukalaga 2003 munu þingmenn Frjálslynda flokksins styðja nokkrar breytingartillögur, m.a. um menntun og aukið fé til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og einnig þau málefni sem snúa að íþróttamálum. Að öðru leyti munum við sitja hjá við afgreiðslu þessara fjáraukalaga og lokaverk ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Að sjálfsögðu eru fjáraukalögin í heild á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.