Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 16:14:26 (2670)

2003-12-04 16:14:26# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[16:14]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var eins og mig grunaði. Hv. þm. gat ekki nefnt eina einustu tölu, enda var það ekki von. Í þessu frv. eru meiri hækkanir til heilbigðismála en nokkurn tíma áður.

Menn venja sig á í þessari umræðu að snúa öllu við, telja það rétt að hafa allt á hvolfi, finnst það betri umræðuregla. Ef menn venja sig á það þá er það þeirra vandamál. En menn skulu átta sig á því að ég held að það verði engum til hagnaðar og alls ekki umræðunni um hin viðkvæmu ríkisfjármál Íslendinga. Það væri því til bóta ef menn gætu vanið sig af þessum leiða sið.