Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:18:39 (2689)

2003-12-04 18:18:39# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:18]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Rétt er að vekja athygli á því, vegna þess að þingmaðurinn nefndi Drangsnesveg, að eftir sem áður verður það verk boðið út. Við erum með nærri 150 millj. kr. til ráðstöfunar í það verk. En það er lækkað um 10 millj.

Ég vil að gefnu tilefni minna á að settur var milljarður sérstaklega í Norðvesturkjördæmið og meiri parturinn af þeim fjármunum gekk til vega í Djúpi og í Vestfjarðaveg. Ég veit ekki annað en að fullt samkomulag hafi verið milli þingmanna Norðvesturkjördæmisins um að leggja ríka áherslu á umhverfismatið vegna vegarins um Þorskafjörð og þar vestur eftir. Það er alveg ljóst að þess vegna verður ekki hægt að eyða þessum fjármunum í þær framkvæmdir sem ég er að leggja til að draga úr vegna þessara aðgerða.

Framkvæmdirnar eru því á fullri ferð eftir sem áður.