Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 18:23:02 (2693)

2003-12-04 18:23:02# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[18:23]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi þennan hluta af svokölluðum orku- og iðjuvegum þarna í Eskifirði og Reyðarfirði þá er væntanlega ekki um frestun að ræða þar vegna þess að undirbúningi sé ekki lokið heldur vegna þess að við teljum að þar standi þannig á að ekki komi að sök að þar sé hægt á sem nemur þeirri lágu upphæð sem þar er um að ræða.

Ég minni á að í þessu umhverfi þarna er verið að vinna við jarðgöng. Fjárveitingar þar eru á þessu og næsta ári tæpir 3 milljarðar. Það sér því ekki á þó að nokkrar þúsundkrónuupphæðir séu færðar niður þarna því að framkvæmdir á þessu svæði eru svo miklar að það ætti ekki að trufla þingmenn þó að teknar séu niður einhverjar 40--50 millj.