Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 20:54:08 (2707)

2003-12-04 20:54:08# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[20:54]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvernig sem þessir menn vilja líta á það er á þessari litlu eyju, hjá þessari fámennu þjóð, ein víglína sem skiptir máli og allt annað ræðst af því hvernig við stöndum okkur á þeirri víglínu. Það er samkeppnishæfni Íslands sem ræður öllum úrslitum um það hvernig okkur vegnar. Við verðum að geta selt framleiðslu okkar og haft af henni arð. Ef okkur tekst það ekki getur ekkert annað gerst. Það er allt undir því komið að við töpum ekki stríðinu á þessari einu víglínu. Allt annað stendur á bak við þetta. Veitustofnanir jafnt sem skólar og sjúkrahús og allt það góða þjóðfélag sem við höfum byggt upp og viljum styrkja og stuðla að stendur og fellur með því að íslensk framleiðsla geti verið samkeppnishæf í þessum harða heimi. (Forseti hringir.) Menn mega ekki gleyma þessu því að þetta er það eina sem skiptir máli.