Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:21:56 (2788)

2003-12-05 14:21:56# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:21]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með þessu máli öllu og framkomu ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans í þessum sal gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum, öryrkjum. Lýst hefur verið yfir áframhaldandi stríði gagnvart því fólki. Þessir menn, herra forseti, kunna ekki einu sinni að skammast sín, varaformaður Framsfl. Ég segi já.