Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:22:50 (2789)

2003-12-05 14:22:50# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Helgi Hjörvar:

Virðulegur forseti. Hæstv. ríkisstjórn var sýnt mikið traust þegar handsalað var samkomulag drengskapar við heilbrrh. þegar ríkisstjórnin reri lífróður rétt fyrir kosningar. Það samkomulag var aðeins eitt og var það þegar reiknað út af Tryggingastofnun ríkisins og kostar 528,8 millj. meira en er hér í frv. Við þennan samning á að standa eins og samninga um kjör fólks yfirleitt og kannski sérstaklega þennan því að það háttar svo til um öryrkja sem ekki eru vinnufærir að þetta eru ævikjör þeirra sem um teflir. Það eru ævikjör þeirra sem hér eru undir og þess vegna segi ég já, virðulegur forseti, um leið og ég bið hæstv. ríkisstjórn um að gera það nú á aðventunni guði til dýrðar að vitna ekki til varnar sér í heilaga ritningu.